Enski boltinn

Markalaust í stórleiknum í Manchester

Manchester United og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í stórleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Leikurinn stóð ekki alveg undir væntingum enda var lítið um góð marktækifæri í þessum leik en liðin gáfu fá færi á sér.

Wayne Rooney var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta skipti undir stjórn David Moyes og var einna hættulegasti leikmaður liðsins í kvöld en heilt yfir reyndi ekki mikið á markverði liðanna tveggja í leiknum.

Manchester United var mun meira með boltann en gekk illa að opna skipulagða vörn Chelsea. Gæðin og skemmtanagildið hefði mátt vera mun meira en hvorugt liðið vildi taka of mikla áhættu í svona mikilvægum leik.

Þetta voru fyrstu stigin sem bæði lið tapa á tímabilinu en Chelsea hefði náð sex stiga forskot á United með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×