Fótbolti

Deco leggur skóna á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deco fagnar með Eiði Smára Guðjohnsen þegar þeir léku saman hjá Barcelona.
Deco fagnar með Eiði Smára Guðjohnsen þegar þeir léku saman hjá Barcelona. Mynd/AFP
Deco, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, tilkynnti í dag að knattspyrnuskórnir væru komnir upp á hillu. Deco er 35 ára gamall en hann hefur spilað með Fluminense í Brasilíu sínu síðan að hann yfirgaf London 2010.

„Með sorg og mikill eftirsjá tilkynni ég að knattspyrnuferillinn sé á enda. Lokamínútan með Fluminense á miðvikudaginn var sú síðasta á 17 ára knattspyrnuferli mínum. Ég hefði elskað að geta klárað tímabilið en skrokkurinn sagði hingað og ekki lengra," segir í yfirlýsingu Deco.

Deco vann portúgölsku deildina (1999, 2003 og 2004), spænsku deildina (Barcelona 2005 og 2006), ensku deildina (Chelsea 2010) og brasilísku deildin (Fluminense 2010, 2012) á ferlinum. Deco vann líka Meistaradeildina með bæðo Porto (2004) og Barcelona (2006).

Deco fékk silfurbolta UEFA árið 2004 sem annar besti knattspyrnumaður Evrópu en hann vann þá Meistaradeildina með Porto og fór alla leið í úrslitaleik Evrópumótsins með portúgalska landsliðinu.

Deco spilaði 75 landsleiki fyrir Portúgal en hann valdi frekar að spila fyrir Portúgal heldur en Brasilíu þar sem hann fæddist. Deco kom til Porto árið 1999 eða þegar hann var 22 ára gamall.

Hér fyrir neðan má sjá myndband með Deco þar sem sjá má þennan mikla knattspyrnusnilling í essinu sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×