Fótbolti

Reyndu að „skora“ eftir markalausan leik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin umtalaða.
Myndin umtalaða. Mynd/Twitter
Ástin tók völdin hjá ónafngreindu pari að loknu markalausu jafntefli Bröndby og Randers í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Að leik loknum virðist parið hafa laumað sér inn á völlinn, komið sér fyrir við miðjuhringinn og látið vel hvort að öðru.

Talsmaður Bröndy, Mikkel Davidsen, skýrði frá atvikinu á samfélagsmiðlinum Twitter og í kjölfarið hefur mynd af parinu farið sem eldur í sinu um netheima.

Svo virðist sem parinu hafi ekki tekist að ljúka sér af ef marka má erlenda fjölmiðla. James Mickel Lauritsen, yfirmaður öryggismála hjá Bröndby, hafi skarast í leikinn og vísað parinu á brott.

Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Randers en tókst ekki að skora frekar en leikmönnum og parinu léttklædda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×