Fótbolti

AC Milan og Celtic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin-Prince Boateng fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Kevin-Prince Boateng fagnar öðru marka sinna í kvöld. Mynd/AFP
Ítalska stórliðið AC Milan var eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en hin voru Viktoria Plzen frá Tékklandi, Zenit St. Petersburg frá Rússlandi, Real Sociedad frá Spáni og Celtic frá Skotlandi.  Celtic-menn tryggði sér sætið á dramatískan hátt í uppbótartíma.

AC Milan vann sannfærandi 3-0 heimasigur á hollenska liðinu PSV Eindhoven. Kevin-Prince Boateng skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en Mario Balotelli og Boateng bættu svo við mörkum í seinni hálfleiknum.

James Forrest tryggði Celtic sæti í Meistaradeildinni þegar hún kom skoska liðinu í 3-0 í uppbótartíma á móti Shakhter Karagandy frá Kasakstan.

Gamli Arsenal-maðurinn Andrey Arshavin átti lokaorðið þegar Zenit St. Petersburg vann 4-2 sigur á portúgalska liðinu Pacos de Ferreira en Rússarnir unnu samanlagt 8-3.

Annar gamall Arsenal-maður, Carlos Vela, var líka á skotskónum en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri spænska liðsins Real Sociedad á Olympique Lyon frá Frakklandi.

Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:

Zenit St. Petersburg - Pacos de Ferreira    4-2

1-0 Danny (29.), 2-0 Danny (48.), 3-0 Aleksandr Bukharov (66.), 3-1 Manuel José (67.), 4-1 Andrey Arshavin (78.), 4-2 Carlao (83.)

[Zenit vann samanlagt 8-3]

Maribor - Viktoria Plzen    0-1

0-1 Stanislav Tecl (3.)

[Viktoria Plzen vann samanlagt 4-1]

Celtic - Shakhter Karagandy    3-0

1-0 Kris Commons (45.), 2-0 Georgios Samaras (48.), 3-0 James Forrest (90.+2)

[Celtic vann samanlagt 3-2]

Real Sociedad - Olympique Lyon    2-0

1-0 Carlos Vela (67.), 2-0 Carlos Vela (90.)

[Real Sociedad vann samanlagt 4-0]

AC Milan - PSV    3-0

1-0 Kevin-Prince Boateng (9.), 2-0 Mario Balotelli (55.), 3-0 evin-Prince Boateng (77.)

[AC Milan vann samanlagt 4-1]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×