Fótbolti

Meistaradeildardrátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Monaco í dag. Drátturinn hefst klukkan 15.45 og verður drátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.

32 lið eru í pottinum en þeim er skipt í fjóra styrkleikaflokka. Eitt lið úr hverjum flokki fer í hver riðlana átta en lið frá sama landi geta þó ekki dregist saman.

Bein útsending frá drættinum hefst klukkan 15.45 en þar mun einnig fara fram kosning á besta knattspyrnumanni Evrópu. Lionel Messi, Franck Ribery og Cristiano Ronaldo berjast um heiðurinn.

Styrkleikaflokkana fjóra má sjá hér að neðan. Arsenal er eina félagið í 1. flokki sem hefur aldrei orðið Evrópumeistari. Liðið leikur nú sextánda árið í röð í Meistaradeild Evrópu.

Fyrsti styrkleikaflokkur:

Bayern München frá Þýskalandi

Barcelona frá Spáni

Chelsea frá Englandi

Real Madrid frá Spáni

Manchester United frá Englandi

Arsenal frá Englandi

Porto frá Portúgal

Benfica frá Portúgal

Annar styrkleikaflokkur:

Atlético Madrid frá Spáni

Schachtar Donezk frá Úkraínu

AC Milan frá Ítalíu

Schalke frá Þýskalandi

Marseille frá Frakklandi

CSKA Moskau frá Rússlandi

Paris Saint-Germain frá Frakklandi

Juventus frá Ítalíu

Þriðji styrkleikaflokkur:

Zenit St-Pétursburg frá Rússlandi

Manchester City frá Englandi

Ajax Amsterdam frá Hollandi

Borussia Dortmund frá Þýskalandi

Basel frá Sviss

Olympiakos frá Grikklandi

Galatasaray frá Tyrklandi

Bayer Leverkusen frá Þýskalandi

Fjórði styrkleikaflokkur:

FC Kaupmannahöfn frá Danmörku

Napoli frá Ítalíu

Anderlecht frá Belgíu

Celtic frá Skotlandi

Steaua Bukarest frá Rúmeníu

Viktoria Pilsen frá Tékklandi

Real Sociedad frá Spáni

Austria Vín frá Austurríki








Fleiri fréttir

Sjá meira


×