Sport

Nú er rétti tíminn til að koma út úr skápnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robert Griffin III
Robert Griffin III Mynd / getty Images
Robert Griffin III, leikstjórnandi Washington Redskins, í bandarísku NFL deildinni vill meina að nú sér rétti tíminn fyrir leikmenn í NFL deildinni að koma út úr skápnum.

Enn hefur ekki einn einasti leikmaður komið út úr skápnum sem leikmaður í deildinni en menn hafa komið hreint fram eftir að ferli þeirra lýkur í ameríska fótboltanum.

Nú hafa nokkrir leikmenn innan deildarinnar stigið fram og í raun kvatt með til að vera ekki feimnir við sýna kynhneigð.

Á síðasta tímabili kom NBA-leikmaðurinn Jason Collins opinberlega út úr skápnum og fékk hann meðal annars stuðning frá Barrack Obama, forseta Bandaríkjanna.

Landslagið er allt annað í hinu alþjóða samfélagi og bandarískir íþróttamenn þurfa ekki að vera lengur inn í skelinni en Collins sagði frá sinni kynhneigð í viðtali við tímaritið Sports Illustrated.

„Ég held að það séu samkynhneigðir leikmenn í þessari deild í dag og að mínu mati ættu þeir allir að koma út úr skápnum, það er réttir tíminn núna,“ sagði Robert Griffin III í viðtali við tímaritið GQ.

„Ég persónulega styð alla leikmenn sem koma hreint fram. Menn eiga rétt á því að gera það sem þeim sýnist í þeirra frístundum. Ég er mjög trúaður maður en ef fólk vill líta á samkynhneigð sem einhverskonar brot trú þeirra þá verður fólk að horfa sömu augum á fólk sem stendur í framhjáhaldi, guð horfir eins á alla og dæmir engann.“



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×