Körfubolti

Frábært myndband sem sýnir vel kraftinn í íslenska liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij átti flottan leik á móti Búlgaríu.
Pavel Ermolinskij átti flottan leik á móti Búlgaríu. Mynd/Daníel
Strákarnir á Leikbrot.is hafa verið duglegir að setja saman skemmtileg myndbönd eftir leik Íslands og Búlgaríu í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið. Þeir hafa nú sett saman myndbandið "Endir eða upphaf" til að minna á leik íslensku strákanna á móti Rúmeníu sem fer fram í Laugardalshöllinni á morgun.

Hlynur Bæringsson, Jón Arnór Stefánsson, Logi Gunnarsson, Hörður Axel Vilhjálmsson og Einar Bollason eru þar allir í aðalhlutverkum ásamt stuðningsmönnum íslenska liðsins sem fjölmenntu í Höllina og mæta vonandi flestir aftur á leikinn á morgun.

„Orkan í íslenska liðinu var rosaleg og í algjörum takt við stuðningsmenn Íslands sem fjölmenntu á leikinn. Það munaði aðeins hársbreidd að okkur hefði tekist að tryggja okkur áfram en keppnisskapið og frammistaða íslenska liðsins gaf til kynna að hér væri ekki um nein endalok að ræða. Frekar nýtt upphaf og vakningu í körfuboltalandsliðinu okkar," segir í frétt um myndbandið inn á síðunni en hana má finna með því að smella hér.

Það er hægt að sjá myndbandið með því að smella hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×