Sport

Usain Bolt tók myndavél Svíans í þriðja sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt með myndavélina í dag.
Usain Bolt með myndavélina í dag. Mynd/AFP
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt leggur það í vana sinn að vinna gull á stórmótum og fagna því með því að fá lánaða myndavél sænska ljósmyndarans Jimmy Wixtröm sem tekur myndir fyrir Sportbladet.

Það breyttist ekkert í dag þegar Usain Bolt tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu.

Usain Bolt fékk líka myndavél Jimmy Wixtröm lánaða eftir rð hann vann 200 metra hlaupið á HM í Daegu 2011 og endurtók leikinn síðan eftir sigur í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í London í fyrra.

Það er því ekkert skrýtið að Aftonbladet slái því upp á vefsíðu sinni í dag að Usain Bolt vinni fyrir Sportbladet því hann tók myndavél Jimmy Wixtröm að láni í þriðja sinn í Moskvu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×