Fótbolti

Útsendingar frá spænska boltanum falla niður í dag á Stöð2 Sport

Rúnar Kristinsson og hans menn í KR verða í eldlínunni í Pepsi-deildinni í kvöld.
Rúnar Kristinsson og hans menn í KR verða í eldlínunni í Pepsi-deildinni í kvöld.
Ekki verður mögulegt að sýna leiki Barcelona og Levante og hinsvegar Real Madrid og Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í dag á Stöð2Sport.

Leikirnir tveir sem áttu að vera í beinni útsendingu verða ekki sýndir þar sem móttökubúnaður fyrir útsendingar frá Spáni er ekki kominn til landsins.

Það verður þó að sjálfsögðu hægt að fylgjast með gangi mála í leikjunum hér á Boltavaktinni.

Í stað spænska boltans verður boðið upp á tvo stórleiki í Pepsi-deild kvenna og karla.

Fyrri leikur dagsins er viðureign Vals og Þór/KA í Pepsi-deild kvenna og hefst hann klukkan 16:00.

Svo er stórleikur Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla síðar í kvöld en leikurinn byrjar kl 19:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×