Keilismenn og GKG-konur unnu Sveitakeppni GSí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2013 17:23 Keilismenn unnu Sveitakeppni karla. Mynd/GSÍmyndir.net Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru. Golfklúbburinn Keilir sigraði í dag Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik 1. deildar karla 4/1 eftir spennandi leik. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni, Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti. Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Gunnar Björgvinsson og Henning Darri Þórðarsson voru í sigursveit Keilis og liðsstjóri var Sigurpáll Geir Sveinsson. Mikil dramatík átti sér stað í úrslitaleik í 1. deild kvenna en bráðabana þurfti milli Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem endaði með því að Keilir hafði betur, eða það héldu viðstaddir. En svo virðist sem atvik hafi átti sér stað á annarri og fjórðu holu bráðabanans sem ollu því að lögð var inn kæra til mótsstjórnar vegna aðstoðar sem leikmaður Keilis óskaði eftir frá liðsfélaga. Niðurstaða mótsstjórnar og dómara var á þá leið að um brot á golfreglum (regla 8-1b) hafi verið um að ræða sem þýddi holutap fyrir viðkomandi lið. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði því í 1. deild kvenna, Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja. Særós Eva Óskarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Hulda Birna Baldursdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir og María Guðnadóttir voru í sigursveit GKG enliðsstjóri var Gunnar Jónsson. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru. Golfklúbburinn Keilir sigraði í dag Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik 1. deildar karla 4/1 eftir spennandi leik. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni, Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti. Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Gunnar Björgvinsson og Henning Darri Þórðarsson voru í sigursveit Keilis og liðsstjóri var Sigurpáll Geir Sveinsson. Mikil dramatík átti sér stað í úrslitaleik í 1. deild kvenna en bráðabana þurfti milli Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem endaði með því að Keilir hafði betur, eða það héldu viðstaddir. En svo virðist sem atvik hafi átti sér stað á annarri og fjórðu holu bráðabanans sem ollu því að lögð var inn kæra til mótsstjórnar vegna aðstoðar sem leikmaður Keilis óskaði eftir frá liðsfélaga. Niðurstaða mótsstjórnar og dómara var á þá leið að um brot á golfreglum (regla 8-1b) hafi verið um að ræða sem þýddi holutap fyrir viðkomandi lið. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði því í 1. deild kvenna, Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja. Særós Eva Óskarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Hulda Birna Baldursdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir og María Guðnadóttir voru í sigursveit GKG enliðsstjóri var Gunnar Jónsson.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira