Fótbolti

Varamaður Elmars tryggði stigin þrjú

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða Randers
Útlitið var svart hjá liðum Theodórs Elmars Bjarnasonar og Pálma Rafni Pálmasyni þegar þeim var skipt af velli í leikjum kvöldsins.

Randers var 2-1 undir á heimavelli gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Heimamenn skoruðu hins vegar tvívegis á síðustu tíu mínútunum og tryggðu sér stigin þrjú.

Svíinn Viktor Lundberg, sem kom inn á sem varamaður á 74. mínútu fyrir Elmar, skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.

Lilleström náði í 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Jöfnunarmarkið var sjálfsmark gestanna í viðbótartíma. Pálma Rafni var skipt af velli á 83. mínútu.

Þá var Arnóri Smárasyni skipt af velli á 65. mínútu í 4-3 tapi Helsingborg á útivelli gegn Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×