Körfubolti

Erfiður fyrri hálfleikur í Búlgaríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson
Jakob Sigurðarson Mynd/Daníel
Íslenska körfuboltalandsliðið er sextán stigum undir á móti Búlgaríu, 28-44, í hálfleik í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni EM 2015. Íslenska liðið er að hitta á slæman dag en verður helst að laga stöðuna í seinni hálfleik til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Jakob Sigurðarson er stigahæstur í íslenska liðinu í fyrri hálfleik með 13 stig en þeir Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson hafa báðir skorað fimm stig.

Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson, lykilmenn liðsins, fengu báðir þrjár villur í fyrri hálfleiknum á sama tíma og þeir voru aðeins með tvö stig (Hlynur) og þrjú fráköst (Hlynur 2, Haukur 1). Það gerði fyrri hálfleikinn ennþá erfiðari fyrir íslenska liðið.

Íslenska liðið náði að svara fyrsta spretti Búlgara sem komust í 7-2 og staðan var 10-10 eftir fimm og hálfa mínútu. Búlgarir skoruðu hinsvegar tíu næstu stig og voru að lokum 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Hinn öflugi Kaloyan Ivanov var þá kominn með 10 stig og Haukur Helgi Pálsson var kominn snemma með 3 villur. Búlgarir unnu líka fráköstin í leikhlutanum 17-6 á sama tíma og íslenska liðið hitti aðeins úr 28 prósent skotum sínum (5 af 18).

Búlgarir gáfu ekkert eftir í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 21-15 og heimamenn voru því sextán stigum yfir í hálfeik, 44-28, eftir að hafa sett niður þrist rétt áður en leiktíminn rann út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×