Fótbolti

Telja sig í betra standi fyrir seinni leikinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Austria á síðustu æfingu sinni í Austurríki í gær.
Leikmenn Austria á síðustu æfingu sinni í Austurríki í gær. Mynd/Heimasíða Austria Vín
Leikmenn knattspyrnuliðsins Austria Vín eru mættir til Íslands eftir flug frá Vínarborg. Liðið æfir á Kaplakrikavelli í dag klukkan 16.

Sautján útispilarar og þrír markverðir eru í hópnum sem lenti á Keflavíkurflugvelli nú á hádegi. Nenad Bjelica, þjálfari liðsins, segir leikmennina í betra standi en í fyrri leiknum sem Austria vann 1-0.

„Við stöndum einu til tveimur skrefum fremar en í fyrri leiknum fyrir viku bæði hvða varðar líkamlega getu og leikform.“

Austria missteig sig í deildinni um helgina þegar liðið missti 3-1 forystu gegn SV Ried niður í jafntefli. Meistararnir sitja í 6. sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki í deildinni.

Bjelica segir æfingarnar undanfarna daga einkum hafa miðað að því að leikmenn jafni sig á milli leikja. Liðið æfir á Kaplakrikavelli klukkan 16 í dag en leikur liðanna fer fram á sama stað og sama tíma annað kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×