Fótbolti

Sölvi sagður fá 85 milljónir í árslaun og einkabílstjóra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekstra Bladet í Danmörku greinir frá því að Sölvi Geir Ottesen eigi aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá rússneska félaginu FC Ural.

Samkvæmt heimildum blaðsins fær Sölvi um fjórar milljónir danskra króna í árslaun hjá rússneska félaginu eða andvirði 85 milljóna íslenskra króna.

Þá verður einkabílstjóri til taks fyrir Sölva ef marka má frétta danska blaðsins. Umboðsmaður Sölva Geirs vill hvorki játa né neita fregnum af miðverðinum úr Fossvoginum. Hann staðfestir þó að hann sé nærri því að semja við nýtt félag.

Miðvörðuinn 29 ára spilaði 65 leiki með FC Kaupmannahöfn á þremur tímabilum og skoraði í þeim 13 mörk. Það mikilvægasta var haustið 2010 þegar sigurmark hans gegn Rosenborg tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Mikill uppgangur hefur verið hjá FC Ural undanfarin ár. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra en hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×