Menning

Vinnurými frægra og skapandi einstaklinga

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Vinnurými Jacksons Pollock, listmálara
Vinnurými Jacksons Pollock, listmálara
Buzzfeed tók saman 40 vinnurými skapandi einstaklinga.

Á listanum eru nöfn eins og Mark Rothko, Roald Dahl, Virginia Woolf, George Bernard Shaw, Jackson Pollock, Rudyard Kipling, Yves Saint Laurent, Jane Austen, Charlotte Bronte og þar fram eftir götunum.





Á listanum er meðal annars vinnurými þeirra Johns Lennon, Bítils, og Yoko Ono.



Á listanum er einnig vinnurými Nigellu Lawson - en hún er sjónvarpskokkur og matargagnrýnandi, sem hefur hlotið verðlaun fyrir matreiðslubækur sínar og sjónvarpsþætti.



Pablo Picasso þarf vart að kynna en hann var einn áhrifamesti listamaður 20. aldarinnar. Hann eyddi mestum hluta ævi sinnar í Frakklandi.

Picasso er hvað þekktastur fyrir að vera einn af upphafsmönnum Kúbisma.



Susan Sontag var höfundur og kvikmyndagerðarkona, kennari og pólítískur aktívisti.

Hún var þekkt fyrir að skrifa um viðkvæm málefni, líkt og AIDS og Víetnam-stríðið, en hafði einnig gríðarlegan áhuga á skapandi greinum, eins og ljósmyndun, menningu og öðrum miðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.