Íslenski boltinn

Elfar Freyr genginn til liðs við Breiðablik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elfar Freyr í leik með Blikum.
Elfar Freyr í leik með Blikum. Mynd / Valli
Elfar Freyr Helgason er genginn til liðs við Breiðablik og gerir hann samning við félagið út árið 2015.

Leikmaðurinn hefur undanfarin ár leikið með AEK, Stabæk og Randers FC en er nú kominn heim í Breiðablik þar sem hann er uppalinn.

Elfar Freyr varð bikarmeistari með Blikum árið 2009 og Íslandsmeistari árið eftir. Mikill liðsstyrkur fyrir þá grænu sem eru svo sannarlega með í toppbaráttunni í Pepsi deild karla í knattspyrnu.

Miðvörðurinn ætti að vera gjaldgengur í síðari leik Breiðabliks gegn Aktobe frá Kasakstan í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í næstu viku. Fyrri leikurinn fer fram ytra á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×