Íslenski boltinn

"Bikarinn er á leiðinni norður"

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Sandra María skoraði einnig í undanúrslitum í fyrra en þá vann Stjarnan sigur.
Sandra María skoraði einnig í undanúrslitum í fyrra en þá vann Stjarnan sigur. Mynd/Stefán
Maður verður að vera ánægður með þetta. Við spiluðum vel allan leikinn og megum vera stoltar.“ sagði hetja Þórs/KA, Sandra María Jessen eftir leik gegn Stjörnunni í kvöld.

„Mér fannst við eiga leikinn allan tímann og þetta var mjög sanngjarn sigur.“

Sandra María skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Katrínar Ásbjörnsdóttur.

„Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega í svona stórum leikjum. Ekki verra að gera það með höfðinu, það er ekki oft sem ég geri það.

Katrín gerði vel og gaf klassa sendinu sem fór beint á kollinn á mér.“

Sandra María er að jafna sig á erfiðum meiðslum en segist sjálf vera komin í fínt stand. Hún er einnig alveg handviss um það að bikarinn sé á leiðinni norður yfir heiðar. Þór/KA mun mæta Breiðablik í úrslitaleiknum.

„Við ætlum að klára bikarinn í ár. Það er alveg klárt að hann er að koma til Akureyrar. Það er fínt að fá Breiðablik. Við förum eins í alla leiki og við ætlum að vinna þá. Skiptir engu á móti hverjum við spilum. Við ætlum okkur að vinna. Ég er 100% viss um það að bikarinn sé á leiðinni norður.“ sagði markaskorarinn kampakát að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×