Birgir Leifur: Eiginkonan hvatti mig til að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 18:16 Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í höggleik í dag eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli og harða baráttu við Harald Franklín Magnús, Íslandsmeistara síðasta árs. „Þetta var frábær rimma og gat farið á báða vegu. Haddi spilaði vel allt mótið fyrir utan þetta eina högg á 16. sem refsaði honum full mikið,“ sagði Birgir Leifur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var fúlt fyrir hann því hann átti þetta jafn mikið skilið og ég. En ég er gríðarlega sáttur við sigurinn og spilamennskuna.“ Hann segir að leikáætlun hans fyrir 16. holu hafi gengið vel upp þó svo að hann hafi þurft að þrípútta. Þá var hann næstum búinn að missa boltann út af á 14. braut en náði að bjarga parinu. „Ég var heppinn þá en ég reddaði því vel. Annars getur þessi völlur refsað mjög mikið fyrir eitt lélegt högg og það er stutt á milli fugls og skolla.“ „Mestu skiptir að halda boltanum í leik og vera þolinmóður. Ætli ég hafi ekki unnið þolinmæðisvinnuna vel á mótinu,“ segir hann. Birgir Leifur á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni en hún er komin yfir settan dag. Hann segir að það hafi ekki haft mikil áhrif á sig. „Hún er svo yndisleg að hún rak mig alltaf áfram. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt en hún hvatti mig til þess. Ég gæti þá bara komið á fæðingadeildina ef allt færi af stað. Við tókum bara einn daga í einu.“ Hann fylgdist því með símanum annað slagið. „Hún var svo í nágrenninu og maður var því rólegari. Ætli þetta komi ekki á morgun - eða bara í kvöld. Það væri eftir öllu.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í höggleik í dag eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli og harða baráttu við Harald Franklín Magnús, Íslandsmeistara síðasta árs. „Þetta var frábær rimma og gat farið á báða vegu. Haddi spilaði vel allt mótið fyrir utan þetta eina högg á 16. sem refsaði honum full mikið,“ sagði Birgir Leifur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var fúlt fyrir hann því hann átti þetta jafn mikið skilið og ég. En ég er gríðarlega sáttur við sigurinn og spilamennskuna.“ Hann segir að leikáætlun hans fyrir 16. holu hafi gengið vel upp þó svo að hann hafi þurft að þrípútta. Þá var hann næstum búinn að missa boltann út af á 14. braut en náði að bjarga parinu. „Ég var heppinn þá en ég reddaði því vel. Annars getur þessi völlur refsað mjög mikið fyrir eitt lélegt högg og það er stutt á milli fugls og skolla.“ „Mestu skiptir að halda boltanum í leik og vera þolinmóður. Ætli ég hafi ekki unnið þolinmæðisvinnuna vel á mótinu,“ segir hann. Birgir Leifur á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni en hún er komin yfir settan dag. Hann segir að það hafi ekki haft mikil áhrif á sig. „Hún er svo yndisleg að hún rak mig alltaf áfram. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt en hún hvatti mig til þess. Ég gæti þá bara komið á fæðingadeildina ef allt færi af stað. Við tókum bara einn daga í einu.“ Hann fylgdist því með símanum annað slagið. „Hún var svo í nágrenninu og maður var því rólegari. Ætli þetta komi ekki á morgun - eða bara í kvöld. Það væri eftir öllu.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira