Getur Usain Bolt bætt sig frekar? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:14 Bolt í Berlín árið 2009. Nordicphotos/Getty Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira