Aron valdi bandaríska landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:57 Aron í leik með landsliði Íslands skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48
Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32
Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30
Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30
Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18
Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30