Fótbolti

Arftaki Alonso kostaði sex milljarða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Illarramendi í leik með U21 árs landsliði Spánverja.
Illarramendi í leik með U21 árs landsliði Spánverja. Nordicphotos/Getty
Real Madrid hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Asier Illarramendi frá Real Sociedad á 34 milljónir punda eða jafnvirði 6,2 milljarða íslenskra króna.

Félögin hafa verið í viðræðum um kaup á leikmanninum í töluverðan tíma. Talið er að Illarramendi eigi að leysa Xabi Alonso af hólmi sem varnarsinnaður miðjumaður Real innan tíðar. Svo skemmtilega vill til að Alonso og Illarramendi eru báðir baskar.

Illarramendi, sem var í lykilhlutverki hjá Real Sociedad á síðustu leikíð þegar liðið hafnaði óvænt í fjórða sæti, samdi við Real til sex ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×