Stóra nærbuxnamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 15:30 Baldur í undirbuxunum Myn/Stefán Karlasson Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis." Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis."
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira