Fótbolti

Óvæntustu úrslit tímabilsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjörtur Logi og félagar máttu sætta sig við tap.
Hjörtur Logi og félagar máttu sætta sig við tap.
Hjálmar Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson stóðu vaktina í vörn IFK Gautaborgar sem tapaði 2-1 gegn botnliði Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gautaborgarliðið sat í efsta sæti deildarinnar ásamt Malmö fyrir leikinn en nýliðar Brommapojkarna voru í neðsta sæti deildarinnar.

Heimamenn skoruðu tvívegis á fyrstu 24 mínútum leiksins og leiddu 2-0 í hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn í síðari hálfleik en lengra komust þeir ekki. 2-1 sigur litla liðsins frá Stokkhólmi staðreynd.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður hjá Viking í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Noregsmeisturum Molde. Indriði Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Viking sem situr í 5. sæti deildarinnar.

Nú eigast við Start og Brann þar sem Guðmundur Kristjánsson er í byrjunarliði heimamanna og Birkir Már Sævarsson byrjar hjá gestunum. Start leiðir eftir átta mínútna leik en Matthías Vilhjálmsson er á varamannabekk heimamanna sem eru í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×