Íslenski boltinn

"Valur reynir að vera bestur í öllu" | Myndband

Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, varpaði fram kenningu þess efnis í þætti gærkvöldsins að íþróttafélög þurfi að einbeita sér að einu verkefni í einu til að ná árangri.

Umræðan tengdist Val sem hefur gefið eftir á síðustu vikum eftir öfluga byrjun í Pepsi-deildinni í sumar.

„Valur er að asnast til að reyna að vera bestur í öllu,“ sagði Hjörvar um félagið í gær og benti á þá staðreynd að félagið væri með sterkt kvenna- og karlalið í handbolta sem og að kvennalið Vals í fótbolta hafi nýlega fengið góðan liðsstyrk.

„Ef þú ætlar að vinna eitthvað þá verður að einbeita þér að einhverju einum hlut. Og ég veit hvað veitir Valsmönnum mestu gleðina,“ bætir hann við.

„Eina félagið sem getur mögulega orðið best í öllu er Stjarnan því þar svo mikið af fólki sem á mikið af peningum.“

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×