Fótbolti

Helgi Valur eini miðjumaður AIK sem fékk að klára leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson hefur verið orðaður við portúgalska liðið Belenenses en hann lék allar 90 mínúturnar með AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

AIK var búið að vinna þrjá leiki í röð en varð þarna að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli á móti Mjällby á Friends Arena í Solna í kvöld.

Helgi Valur var á þriggja manna miðju AIK og sá eini af miðjumönnum liðsins sem kláruðu leikinn.

Samningur Helga Vals við AIK rennur út eftir tímabilið en fyrr á þessu ári var honum tilkynnt að hann myndi ekki fá nýjan samning hjá sænska félaginu. Portúgalska Úrvalsdeildarfélagið Belenenses hefur sýnt honum áhuga en það er frá höfuðborginni Lissabon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×