Fótbolti

Engin kjarakaup hjá Barcelona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Villa, Zlatan Ibrahimovic og Thierry Henry.
David Villa, Zlatan Ibrahimovic og Thierry Henry. Nordicphotos/AFP
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að David Villa gangi í raðir Atletico Madrid frá Barcelona á næstu dögum.

Villa var keyptur til Barcelona frá Valencia sumarið 2010 fyrir 40 milljónir evra eða jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna að núvirði. Talið er að kaupverð kappans til Atletico sé um 5 milljónir evra eða einn áttundi af síðasta verðmiða.

Spænski landsliðsframherjinn er ekkert einsdæmi þegar kemur að framherjakaupum Barcelona undanfarin ár. Liðið keypti einnig framherjana Thierry Henry og Zlatan Ibrahimovic fyir metfé en seldu fyrir mun lægri upphæð.

Henry kom til Börsunga frá Arsenal sumarið 2007 á 24 milljónir evra. Eftir þriggja ára dvöl á Spáni héld Henry á vit ævintýranna hjá New York Red Bulls á 1,5 milljónir evra eða 1/16 af fyrri verðmiða.

Zlatan kom til Barcelona frá Inter í Mílanó á 65 milljónir evra sumarið 2009 en var seldur til AC Milan á 22 milljónir evra ári síðar.

Hafa verður í huga að þótt ofantalin kaup hafi ekki gengið fullkomlega upp er lið Barcelona að afar stóru leyti byggt upp af leikmönnum úr akademíu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×