Fótbolti

Neymar þarf að bæta á sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Læknir á vegum Barcelona telur að Brasilíumaðurinn Neymar myndi hagnast á því að þyngja sig aðeins fyrir hans fyrsta tímabil í Evrópu.

Neymar var keyptur til Börsunga nú í vor fyrir 57 milljónir evra eða rúma níu milljarða króna. Hann gerði fimm ára samning við félagið.

„Miðað við mín fyrstu kynni af honum tel ég að hann mætti við því að bæta aðeins á sig,“ sagði Ricard Pruna, læknir hjá Barcelona.

„Læknisskoðunin tók skamman tíma og þyngdin hans er bara einn af mörgum þáttum sem við tökum til skoðunar. Við eigum eftir að kynnast honum betur og þá fáum við betri hugmynd um hans kjörþyngd.“

„Hann er 64,5 kg í dag og virðist líklegur til að léttast en annað. Hann má við því að bæta við sig en ég veit ekki hversu miklu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×