Fótbolti

Messi endurgreiddi skattinum

Skattamál Argentínumannsins Lionel Messi eru mikið til umfjöllunar þessa dagana enda er búið að stefna Messi vegna skattamála. Það mál verður tekið fyrir þann 17. september.

Málið snýst um greiðslur vegna ímyndarréttar sem Messi ku ekki hafa gefið upp til skatts á árunum 2007-2009.

Spænski fjölmiðillinn La Vanguardia greindi frá því í dag að Messi hefði greitt 1,6 milljarð króna vegna ímyndarréttar árin 2010 og 2011. Það ku hann hafa gert eftir að athugasemd var gerð við skattframtalið hans.

Það hjálpar honum aftur á móti ekkert í þessu máli. Það mun alltaf fara fyrir dómara.

Ef Messi verður sakfelldur í málinu þá á hann yfir höfði sér háa sekt og allt að 6 ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×