Fótbolti

Hjörtur Logi lagði upp mark

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur Logi Valgarðsson nýtti þær mínútur sem hann fékk vel í 4-2 sigri IFK Gautaborgar á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. IFK komst á toppinn með sigrinum í kvöld.

Hann kom inn á þegar 30 mínútur voru til leiksloka og lagði upp síðasta mark sinna manna. Hjálmar Jónsson spilaði allan leikinn í vörn Gautaborgar.

Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og fékk áminningu undir lok leiksins.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann Öster á útivelli, 2-0. Hann var tekinn af velli á 74. mínútu.

Helgi Valur Daníelsson var ónotaður varamaður í liði AIK sem vann Brommapojkarna, 4-0. Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg sem tapaði fyrir Malmö, 2-1.

Sem fyrr segir er IFK á toppi deildarinnar með 28 stig, einu stigi meira en Helsingborg sem á þó tvo leiki til góða. Elfsborg er í fjórða sæti, AIK því sjöunda og áttunda níunda. Norrköping er svo í tíunda sæti.

Þá var einnig spilað í úrvalsdeild kvenna. Hallbera Guðný Gísladóttir spilaði allan leikinn er Piteå vann Sunnenå á útivelli, 5-2. Piteå komst úr fallsæti með sigrinum en liðið er með níu stig eftir ellefu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×