Fótbolti

Neymar gæti átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davids og Neymar í búningi Barce
Davids og Neymar í búningi Barce Myndir / Getty Images

Það eru ekki allir á því að brasilíski framherjinn Neymar eigi eftir að standa sig hjá Barcelona á næsta tímabili en leikmaðurinn samdi við félagið á dögunum.

Hollendingurinn Edgar Davids telur að leikstíll Barca eigi ekki eftir að henta fyrir Neymar og hann eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar hjá liðinu. Davids lék með Barcelona tímabilið 2004-2005.

„Það verður erfitt fyrir leikmanninn að venjast leikstíð Barcelona,“ sagði Davids.

„Barcelona vill spila gríðarlega hraðan bolta en Neymar er vanur því að fá mikinn tíma og vill helst halda boltanum lengi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×