Fótbolti

Bann Malaga staðfest

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vitorino Gabriel Antunes og félagar komust í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í vetur. Þeir verða ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Vitorino Gabriel Antunes og félagar komust í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í vetur. Þeir verða ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Nordicphotos/AFP

Spænska knattspyrnufélagið Malaga fær ekki að keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Íþróttadómstóllinn í Sviss staðfesti í dag ákvörðun Evrópska knattspyrnusambandsins.

Malaga var upphaflega dæmt í tveggja ára keppnisbann vegna þess að félagið skuldaði öðrum félögum og einnig skattayfirvöldum á Spáni.

Dómurinn var mildaður í eitt ár eftir að félagið áfrýjaði dómnum til Íþróttadómstólsins og setti sér viðmið að koma reiðu á fjármál sín fyrir 31. mars.

Íþróttadómstóllinn staðfesti í dag að áfrýjun Malaga hefði verið hafnað. Félagið, sem hafnaði í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, þarf einnig að greiða 300 þúsund evrur í sekt eða jafnvirði 48 milljóna íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×