Börnin í Dimmuvík kvikmynduð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. júní 2013 09:57 Jón Atli er með þrjá leikstjóra í sigtinu sem hann vill að leikstýri Börnunum í Dimmuvík. Fréttablaðið/Stefán „Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira