Golf

Glæsipútt Mickelson og önnur mögnuð högg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bestu kylfingar heimsins eigast við um helgina á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Frábær tilþrif sáust á öðrum degi mótsins í gær.

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lauk hringnum með löngu pútti fyrir fugli á átjándu holu. Landi hans Billy Horschel nældi sömuleiðis í fugl á lokaholunni en þeir deila forystu sætinu á einu höggi undir pari.

Pútt þeirra félaga eru þau fyrstu sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Þar má einnig sjá frábærar vippur Nicolas Colsaerts og Luke Donald auk pútts John Senden langt fyrir utan flöt og ofan í.


Tengdar fréttir

Mickelson og Horschel deila forystusætinu

Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Billy Horschel hafa eins höggs forystu á næstu menn að loknum öðrum degi á bandaríska meistaramótinu í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×