Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 00:01 Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. Þetta var viðeigandi kveðja fyrir Ólaf sem stígur nú til hliðar eftir glæsilegan landsliðsferil sem telur 330 leiki og meira en 1500 mörk. Fæðingin var reyndar erfið og Ísland var marki undir í hálfleik, 15-14. Viðsúningurinn kom svo eftir frábæran leikkafla um miðbik síðari hálfleiksins þegar Ísland skoraði sex mörk í röð og leit aldrei um öxl. Ólafur spilaði í 59 mínútur og sextán sekúndur í kvöld og var fagnað sem þjóðhetjunni sem hann hefur verið um árabil. Allt snerist um Ólaf í kvöld og var það vel. Hann gaf tóninn á fimmtu mínútu er hann kom Íslandi yfir, 3-2, á fimmtu mínútu. Fleiri mörk og enn fleiri stoðsendingar fylgdu. Ólafur og aðrir leikmenn íslenska liðsins gerðu líka sín mistök og voru þau fullmörg í heldur kaflaskiptum fyrri hálfleik þar sem að Rúmenar náðu mest þriggja marka forystu. Varnarleikurinn var slakur og þá varð eftirleikurinn erfiður fyrir Björgvin Pál í markinu. Inn á milli sáust fín tilþrif í sókninni en heilt yfir vantaði gæði í leik íslenska liðsins. Það átti eftir að stórbatna í síðari hálfleik er Ísland skipti yfir í 5+1 vörn og menn sýndu þessa alkunnu áræðni og grimmd sem einkennt hefur varnarleik íslenska liðsins svo lengi. Atli Ævar Ingólfsson og Rúnar Kárason áttu báðir frábæra innkomu í síðari hálfleik og fleiri gengu á lagið. Strákarnir fóru á kostum síðustu 20 mínútur leiksins og buðu upp á stórbrotna sýningu fyrir áhorfendur. Í þeirri sýningu voru Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson í aðalhlutverki. Samstarf þeirra í gegnum árin hefur magnað og viðeigandi að þeir hafi fært áhorfendum þau glæsilegu tilþrif sem þeir gerðu í kvöld. Fleiri stóðu sig mjög vel í kvöld og allir áttu sína góðu spretti. Það var svo viðeigandi að margir af þeim leikmönnum sem Ólafur hefur spilað með í gegnum tíðina eða voru fjarverandi í kvöld vegna meiðsla hylltu hann eftir leik ásamt troðfullri Laugardalshöll. Það var viðeigandi endir á glæstum ferli þessa magnaða handboltakappa.Hér má lesa viðtal við Ólaf Stefánsson.Hér má lesa viðtal við Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfara. Björgvin: Stórkostlegt að spila með Óla„Það var erfitt að koma inn í þennan leik. Þessi leikur snérist um sigur í riðlinum og menn voru lítið að spá í það. Þetta var gert fyrir Óla,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Íslands. „Við drulluðum á okkur í síðasta leik og ákváðum að koma með svör í kvöld. Óli á betra skilið en tap gegn Rúmeníu. Við sýndum okkar rétta andlit í dag og ég held að Óli hafi endað þetta nákvæmlega eins og hann vildi. „Ef þú horfir yfir þennan leik og reynir að pikka út þann sem er að hætta þá myndir þú ekki velja Ólafur Stefánsson. Hann skorar átt mörk og er leiðtogi liðsins í leiknum. Menn eru að líkja honum við Jordan. Jordan endaði í Wizards og drullaði upp á bak. Óli endar fyrir framan fulla höll og gerir allt vitlaust. Hann á allt gott skilið þessi maður. Það er stórkostlegt að hafa fengið að spila með honum í dag og allar þær mínútur sem ég spilaði með honum,“ sagði Björgvin Páll. „Þetta var erfið fæðing og við byrjuðum illa varnarlega. Þetta var gatasigti bæði hjá mér og vörninni en svo þéttum við í þau göt og gerðum vel í seinni hálfleik. „Þetta var erfiður leikur að koma í og við duttum ekki alveg í takt til að byrja með en þegar takturinn kom þá vorum við óstöðvandi. Ég held líka að menn hafi gert sér grein fyrir því að þetta var síðasti leikurinn og menn skildu allt eftir á vellinum sem þeir áttu fyrir sumarfrí,“ sagði Björgvin Páll. Ernir: Frábært að fá að kveðja Ólaf„Það er frábært að fá að spila með Óla hér í kvöld. Ég hef alist upp við að horfa á hann í öll þessi ár og að fá tækifæri til að kveðja hann hér í kvöld er einstakt,“ sagði Ernir Hrafn Arnarson sem lék við hlið Ólafs í hægra horninu í vörn og sókn stóran hluta leiksins. „Þegar leikurinn byrjar blokkar maður spennuna og umgjörð leiksins út og einbeitir sér að hverri vörn og sókn fyrir sig. Það er meira fyrir og eftir sem maður pælir í einhverju svona. „Þetta small ekki í fyrri hálfleik en við keyrðum yfir þá í seinni hálfleik. Þá voru þeir sprungnir. Svo var þetta klárað með gleðinni,“ sagði Ernir Hrafn. Snorri Steinn: Jordan handboltans hættur„Er ekki hægt að koma svona síðu, plís ekki hætta Óli,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á léttu nótunum eftir leikinn í kvöld. „Frammistaða hans kom ekki neitt á óvart. Frá því að hann sagðist ætla að spila leikinn en ekki láta klappa fyrir sér þá bjóst maður við þessu. „Þetta var eins og alltaf, yndislegt að spila með honum og forréttindi. Það verður einhvern vegin allt auðveldara með hann inni á vellinum. Það er erfitt að lýsa því hvað hann hefur gert og gert fyrir mann sjálfann. „Við eigum eftir að sakna hans en hann er búinn að hætta og við höfum spilað án hans í eitt ár og erum aðeins búnir að venjast því en það er gott að hafa hann og hann fékk það sem hann átti skilið. Jordan handboltans hættur,“ sagði Snorri Steinn. „Ég var búinn að hlakka gríðarlega mikið til að spila þennan leik. Ég var stressaður fyrir leikinn og allt það. Ég held að það hafi verið fleiri. Maður fann að þetta var alvöru leikur og við vildum kveðja Óla með stæl. Þetta var erfitt framan af en sigurinn var góður og það var smá flugeldasýning í lokin sem kryddaði þetta. „Þessi leikur var lýsandi fyrir þessa undankeppni fyrir utan leikinn í Hvíta-Rússlandi. Leikirnir hafa verið í járnum framan af en svo höfum við sýnt styrkinn í lokin. Þeir höfðu hvorki kraft né styrk í þessa baráttu á meðan við efldumst við þetta. Höllin var stórkostleg eins og við var að búast fyrir Óla og við hefðum getað spilað 30 mínútur í viðbót,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Guðjón Valur: Óli ég elska þig„Við erum að kveðja kónginn, við erum að kveðja þann besta en í ljósi þess að Slóvenía tapaði í dag þá var þessi leikur allt í einu meira en bara að kveðja Óla. Við þurftum að vinna og við vildum vinna,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem fór á kostum í íslenska liðinu jafnt í vörn og sókn í kvöld. „Auðvitað vildi ég að Óla myndi ganga vel og auðvitað vildi ég að við myndum vinna. Maður er glaður að allir hafi komið og þetta hafi gengið svona vel og verið svona flott og að honum hafi gengið vel og geti sagt núna takk fyrir mig í topp standi og topp formi eftir góða leik. Svo er ég alveg ótrúlega sorgmæddur því það er ekki bara einhver landsliðsmaður að hætta. Hann er svo miklu meira fyrir mér persónulega. „Tengingin við hann á vellinum er eitthvað annað og það er svo gott og gaman að spila með honum. Þetta er svo góður maður og maður saknar hans nú þegar í landsliðsferðum. Það er skrýtið hvernig manni líður. „Ég átti ekki von á neinu öðru frá honum en góðum leik. Maður bjóst aldrei við að hann myndi skjóta einu sinni á markið og veifa bless. Handbolti á Íslandi heldur áfram en hann er mun fátækari eftir daginn í dag en það er fullt af tækifærum sem leynast í því,“ sagði Guðjón Valur. „Þeir lágu á gólfinu þegar ekkert var að þeim af því að þeir af því að þeir náðu ekki andanum. Þeir voru búnir á því,“ sagði Guðjón Valur um leik Rúmeníu í seinni hálfleik í kvöld. „Þeir eru ekki það klókir eða klárir að við vissum að þegar við breyttum um vörn og setjum smá meiri pressu á þá að þeir gátu ekki spilað sínar 45 sekúndna sóknir. Þetta var meira óþolinmæði í okkur. Við vildum klára leikinn of snemma og skora tvö mörk í einu. „Við vorum að spila við lélegra lið og vorum einfaldlega ekki að spila okkar bolta. Okkur langaði að gera of mikið of fljótt og um leið og við róuðum okkur niður og fórum að gera hlutina réttar og héldum áfram keyrslunni á þá. Þú brýtur lið ekki niður á fyrstu tíu mínútunum þegar þú keyrir hraða miðju á þá, þetta er ákveðið ferli. Það tókst upp fullkomnlega í seinni hálfleik. Við héldum tempóinu háu og þeim tókst ekki að halda í við okkur eftir það,“ sagði Guðjón Valur sem sagðist geta notað öll stóru lýsingarorðin til að lýsa Ólafi Stefánssyni. „Segðu eitthvað jákvætt um Óla og ég skal vera fyrsti maðurinn til að kvitta undir það. Við getum farið í lýsingarorða keppni. Farið að hæla honum. Það er búið að segja allt. Það eru allir að segja takk Óli, ég segi Óli ég elska þig,“ sagði Guðjón Valur sem efast ekki um annað en að Ólafur verið frábær þjálfari. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ólafur er Jordan handboltans Ólafur Stefánsson verður kvaddur í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar Ísland mætir Rúmenum í lokaleik undankeppni Evrópumótsins. Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, segir Ólaf einstakan persónuleika sem hafi hjálpað sér bæði 15. júní 2013 08:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. Þetta var viðeigandi kveðja fyrir Ólaf sem stígur nú til hliðar eftir glæsilegan landsliðsferil sem telur 330 leiki og meira en 1500 mörk. Fæðingin var reyndar erfið og Ísland var marki undir í hálfleik, 15-14. Viðsúningurinn kom svo eftir frábæran leikkafla um miðbik síðari hálfleiksins þegar Ísland skoraði sex mörk í röð og leit aldrei um öxl. Ólafur spilaði í 59 mínútur og sextán sekúndur í kvöld og var fagnað sem þjóðhetjunni sem hann hefur verið um árabil. Allt snerist um Ólaf í kvöld og var það vel. Hann gaf tóninn á fimmtu mínútu er hann kom Íslandi yfir, 3-2, á fimmtu mínútu. Fleiri mörk og enn fleiri stoðsendingar fylgdu. Ólafur og aðrir leikmenn íslenska liðsins gerðu líka sín mistök og voru þau fullmörg í heldur kaflaskiptum fyrri hálfleik þar sem að Rúmenar náðu mest þriggja marka forystu. Varnarleikurinn var slakur og þá varð eftirleikurinn erfiður fyrir Björgvin Pál í markinu. Inn á milli sáust fín tilþrif í sókninni en heilt yfir vantaði gæði í leik íslenska liðsins. Það átti eftir að stórbatna í síðari hálfleik er Ísland skipti yfir í 5+1 vörn og menn sýndu þessa alkunnu áræðni og grimmd sem einkennt hefur varnarleik íslenska liðsins svo lengi. Atli Ævar Ingólfsson og Rúnar Kárason áttu báðir frábæra innkomu í síðari hálfleik og fleiri gengu á lagið. Strákarnir fóru á kostum síðustu 20 mínútur leiksins og buðu upp á stórbrotna sýningu fyrir áhorfendur. Í þeirri sýningu voru Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson í aðalhlutverki. Samstarf þeirra í gegnum árin hefur magnað og viðeigandi að þeir hafi fært áhorfendum þau glæsilegu tilþrif sem þeir gerðu í kvöld. Fleiri stóðu sig mjög vel í kvöld og allir áttu sína góðu spretti. Það var svo viðeigandi að margir af þeim leikmönnum sem Ólafur hefur spilað með í gegnum tíðina eða voru fjarverandi í kvöld vegna meiðsla hylltu hann eftir leik ásamt troðfullri Laugardalshöll. Það var viðeigandi endir á glæstum ferli þessa magnaða handboltakappa.Hér má lesa viðtal við Ólaf Stefánsson.Hér má lesa viðtal við Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfara. Björgvin: Stórkostlegt að spila með Óla„Það var erfitt að koma inn í þennan leik. Þessi leikur snérist um sigur í riðlinum og menn voru lítið að spá í það. Þetta var gert fyrir Óla,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Íslands. „Við drulluðum á okkur í síðasta leik og ákváðum að koma með svör í kvöld. Óli á betra skilið en tap gegn Rúmeníu. Við sýndum okkar rétta andlit í dag og ég held að Óli hafi endað þetta nákvæmlega eins og hann vildi. „Ef þú horfir yfir þennan leik og reynir að pikka út þann sem er að hætta þá myndir þú ekki velja Ólafur Stefánsson. Hann skorar átt mörk og er leiðtogi liðsins í leiknum. Menn eru að líkja honum við Jordan. Jordan endaði í Wizards og drullaði upp á bak. Óli endar fyrir framan fulla höll og gerir allt vitlaust. Hann á allt gott skilið þessi maður. Það er stórkostlegt að hafa fengið að spila með honum í dag og allar þær mínútur sem ég spilaði með honum,“ sagði Björgvin Páll. „Þetta var erfið fæðing og við byrjuðum illa varnarlega. Þetta var gatasigti bæði hjá mér og vörninni en svo þéttum við í þau göt og gerðum vel í seinni hálfleik. „Þetta var erfiður leikur að koma í og við duttum ekki alveg í takt til að byrja með en þegar takturinn kom þá vorum við óstöðvandi. Ég held líka að menn hafi gert sér grein fyrir því að þetta var síðasti leikurinn og menn skildu allt eftir á vellinum sem þeir áttu fyrir sumarfrí,“ sagði Björgvin Páll. Ernir: Frábært að fá að kveðja Ólaf„Það er frábært að fá að spila með Óla hér í kvöld. Ég hef alist upp við að horfa á hann í öll þessi ár og að fá tækifæri til að kveðja hann hér í kvöld er einstakt,“ sagði Ernir Hrafn Arnarson sem lék við hlið Ólafs í hægra horninu í vörn og sókn stóran hluta leiksins. „Þegar leikurinn byrjar blokkar maður spennuna og umgjörð leiksins út og einbeitir sér að hverri vörn og sókn fyrir sig. Það er meira fyrir og eftir sem maður pælir í einhverju svona. „Þetta small ekki í fyrri hálfleik en við keyrðum yfir þá í seinni hálfleik. Þá voru þeir sprungnir. Svo var þetta klárað með gleðinni,“ sagði Ernir Hrafn. Snorri Steinn: Jordan handboltans hættur„Er ekki hægt að koma svona síðu, plís ekki hætta Óli,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á léttu nótunum eftir leikinn í kvöld. „Frammistaða hans kom ekki neitt á óvart. Frá því að hann sagðist ætla að spila leikinn en ekki láta klappa fyrir sér þá bjóst maður við þessu. „Þetta var eins og alltaf, yndislegt að spila með honum og forréttindi. Það verður einhvern vegin allt auðveldara með hann inni á vellinum. Það er erfitt að lýsa því hvað hann hefur gert og gert fyrir mann sjálfann. „Við eigum eftir að sakna hans en hann er búinn að hætta og við höfum spilað án hans í eitt ár og erum aðeins búnir að venjast því en það er gott að hafa hann og hann fékk það sem hann átti skilið. Jordan handboltans hættur,“ sagði Snorri Steinn. „Ég var búinn að hlakka gríðarlega mikið til að spila þennan leik. Ég var stressaður fyrir leikinn og allt það. Ég held að það hafi verið fleiri. Maður fann að þetta var alvöru leikur og við vildum kveðja Óla með stæl. Þetta var erfitt framan af en sigurinn var góður og það var smá flugeldasýning í lokin sem kryddaði þetta. „Þessi leikur var lýsandi fyrir þessa undankeppni fyrir utan leikinn í Hvíta-Rússlandi. Leikirnir hafa verið í járnum framan af en svo höfum við sýnt styrkinn í lokin. Þeir höfðu hvorki kraft né styrk í þessa baráttu á meðan við efldumst við þetta. Höllin var stórkostleg eins og við var að búast fyrir Óla og við hefðum getað spilað 30 mínútur í viðbót,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Guðjón Valur: Óli ég elska þig„Við erum að kveðja kónginn, við erum að kveðja þann besta en í ljósi þess að Slóvenía tapaði í dag þá var þessi leikur allt í einu meira en bara að kveðja Óla. Við þurftum að vinna og við vildum vinna,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem fór á kostum í íslenska liðinu jafnt í vörn og sókn í kvöld. „Auðvitað vildi ég að Óla myndi ganga vel og auðvitað vildi ég að við myndum vinna. Maður er glaður að allir hafi komið og þetta hafi gengið svona vel og verið svona flott og að honum hafi gengið vel og geti sagt núna takk fyrir mig í topp standi og topp formi eftir góða leik. Svo er ég alveg ótrúlega sorgmæddur því það er ekki bara einhver landsliðsmaður að hætta. Hann er svo miklu meira fyrir mér persónulega. „Tengingin við hann á vellinum er eitthvað annað og það er svo gott og gaman að spila með honum. Þetta er svo góður maður og maður saknar hans nú þegar í landsliðsferðum. Það er skrýtið hvernig manni líður. „Ég átti ekki von á neinu öðru frá honum en góðum leik. Maður bjóst aldrei við að hann myndi skjóta einu sinni á markið og veifa bless. Handbolti á Íslandi heldur áfram en hann er mun fátækari eftir daginn í dag en það er fullt af tækifærum sem leynast í því,“ sagði Guðjón Valur. „Þeir lágu á gólfinu þegar ekkert var að þeim af því að þeir af því að þeir náðu ekki andanum. Þeir voru búnir á því,“ sagði Guðjón Valur um leik Rúmeníu í seinni hálfleik í kvöld. „Þeir eru ekki það klókir eða klárir að við vissum að þegar við breyttum um vörn og setjum smá meiri pressu á þá að þeir gátu ekki spilað sínar 45 sekúndna sóknir. Þetta var meira óþolinmæði í okkur. Við vildum klára leikinn of snemma og skora tvö mörk í einu. „Við vorum að spila við lélegra lið og vorum einfaldlega ekki að spila okkar bolta. Okkur langaði að gera of mikið of fljótt og um leið og við róuðum okkur niður og fórum að gera hlutina réttar og héldum áfram keyrslunni á þá. Þú brýtur lið ekki niður á fyrstu tíu mínútunum þegar þú keyrir hraða miðju á þá, þetta er ákveðið ferli. Það tókst upp fullkomnlega í seinni hálfleik. Við héldum tempóinu háu og þeim tókst ekki að halda í við okkur eftir það,“ sagði Guðjón Valur sem sagðist geta notað öll stóru lýsingarorðin til að lýsa Ólafi Stefánssyni. „Segðu eitthvað jákvætt um Óla og ég skal vera fyrsti maðurinn til að kvitta undir það. Við getum farið í lýsingarorða keppni. Farið að hæla honum. Það er búið að segja allt. Það eru allir að segja takk Óli, ég segi Óli ég elska þig,“ sagði Guðjón Valur sem efast ekki um annað en að Ólafur verið frábær þjálfari.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ólafur er Jordan handboltans Ólafur Stefánsson verður kvaddur í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar Ísland mætir Rúmenum í lokaleik undankeppni Evrópumótsins. Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, segir Ólaf einstakan persónuleika sem hafi hjálpað sér bæði 15. júní 2013 08:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ólafur er Jordan handboltans Ólafur Stefánsson verður kvaddur í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar Ísland mætir Rúmenum í lokaleik undankeppni Evrópumótsins. Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, segir Ólaf einstakan persónuleika sem hafi hjálpað sér bæði 15. júní 2013 08:00