Við getum náð hámarksárangri án Óla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:43 Mynd/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01
Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48
Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00
Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23