Við getum náð hámarksárangri án Óla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:43 Mynd/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01
Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48
Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00
Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23