Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:48 Donald slær úr glompunni á 17. holunni á Merion. Nordicphotos/AFP Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira