Fótbolti

Higuain vill fara frá Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Higuain í leiknum í dag.
Higuain í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images

Sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain er líklega á förum frá Real Madrid ef marka má ummæli hans í fjölmiðlum ytra í dag.

Hann skoraði í 4-2 sigri Madrídinga á Osasuna í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

„Mér finnst eins og að tími minn hér sé liðinn,“ sagði Higuain en stjórinn Jose Mourinho hætti einnig hjá félaginu eftir leikinn í dag, sem og nokkrir leikmenn.

„Juventus og önnur lið hafa áhuga á mér. Juventus er sögufrægt félag og margir frábærir leikmenn hafa spilað þar.“

„Ég vil fara til félags þar sem ég fæ að sanna mig almennilega. Ég er með nokkur tilboð og vil breyta til. Ég vona að Real geri það besta í stöðunni fyrir mig og félagið sjálft.“

„Ég fékk aldrei neitt gefins hér og þurfti ávallt að berjast fyrir mínu. Ég kom fyrir tólf milljónir evra en ég held að ég fari fyrir meira en það.“

Higuain er samningsbundinn Real Madrid næstu þrjú árin til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×