Fótbolti

Ætlar að hjálpa Messi að vera sá besti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Neymar við móttökurnar frá Barcelona.
Neymar við móttökurnar frá Barcelona. Nordicphotos/Getty

Brasilíski framherjinn Neymar mætti til Barcelona í gær og skrifaði undir fimm ára samning við spænska risann. Hann segir forgangsatriði að hjálpa ágoðinu sínu, Lionel Messi, að vera áfram besti knattspyrnumaður í heimi.

Brasilíumaðurinn 21 árs verður í fremstu víglínu með Messi á næstu leiktíð. Barcelona hafði betur í kapphlaupinu við Real Madrid um að fá Neymar frá Santos.

Eftir að hafa staðist læknisskoðun og samningsundirritun var í höfn ræddi Neymar við þá 60 þúsund stuðningsmenn sem mættu á Nývang til að hylla nýjasta meðlim félagsins.

„Barca er meira en félag og frábært lið. Ég vil aðstoða Messi við það að vera sá besti í fjöldamörg ár til viðbótar," sagði Neymar.

„Þetta er frábær dagur fyrir fjölskyldu mína og mig. Ég þakka guði fyrir tækifærið að fá að spila með svo mörgum frábærum leikmönnum sem ég hef dáðst að frá unga aldri."

Í samningi Neymar við Barcelona er klausa sem gerir honum kleyft að yfirgefa félagið berist 190 milljóna evra tilboð í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×