Þóttist vera tveir menn í samskiptum við tölvuverslun 4. júní 2013 13:28 Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. "Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. „Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36