Einvalalið í óperu Gunna Þórðar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. júní 2013 12:30 Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Alina Dubik, Bergþór Pálsson og Jóhann Smári Sævarsson eru meðal einsöngvara í óperunni um Ragnheiði biskupsdóttur. Petri Sakari stjórnar óperunni „Ragnheiður“, eftir Gunnar Þórðarson tónskáld og Friðrik Erlingsson rithöfund, sem verður frumflutt í konsertformi í Skálholtskirkju á þrennum tónleikum í ágúst. Óperan byggir á ástar- og örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti, forboðið ástarsamband hennar við Daða Halldórsson og deilur hennar við föður sinn, Brynjólf biskup Sveinsson. Að sögn Gunnars er óperan síðrómantískt verk, melódískt og við alþýðuskap, en hún tekur um tvær og hálfa klukkustund í flutningi. Einvalalið einsöngvara kemur fram í verkinu: Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Alina Dubik, Bergþór Pálsson, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Kristinsson og Björn Ingiberg Jónsson. Ásamt þeim flytja verkið Kammerkór Suðurlands og 50 manna sinfóníuhljómsveit. Óperan „Ragnheiður“ er án efa eitt metnaðarfyllsta verk sem Gunnar Þórðarson hefur tekist á við á sínum ferli. Þeir Friðrik Erlingsson hafa unnið að óperunni í um fjögur ár. „Ragnheiður var uppi á sautjándu öld, á sama tíma og óperan var að verða til og mótast. Þetta er sígild saga sem inniheldur mikla dramatík, tilfinningar og átök. Verkið er samið með það í huga að koma þessari ástarsögu á framfæri í nýju formi,“ sagði Friðrik í samtali við Fréttablaðið í nóvember síðastliðnum og bætti við að vonir stæðu til að verkið yrði flutt í Hörpu, með öllu tilheyrandi, áður en yfir lyki. Petri Sakari er heimsþekktur hljómsveitarstjóri og Íslendingum vel kunnur fyrir störf sín með Sinfóníuhljómsveit Íslands árin 1988-1993 og aftur frá 1996-1998. Hann stjórnaði Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð í Reykjavík og stjórnar Sinfóníunni í Wagner-veislu í Hörpu nú í júní. Miðasala á Ragnheiði hefst innan tíðar. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Petri Sakari stjórnar óperunni „Ragnheiður“, eftir Gunnar Þórðarson tónskáld og Friðrik Erlingsson rithöfund, sem verður frumflutt í konsertformi í Skálholtskirkju á þrennum tónleikum í ágúst. Óperan byggir á ástar- og örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti, forboðið ástarsamband hennar við Daða Halldórsson og deilur hennar við föður sinn, Brynjólf biskup Sveinsson. Að sögn Gunnars er óperan síðrómantískt verk, melódískt og við alþýðuskap, en hún tekur um tvær og hálfa klukkustund í flutningi. Einvalalið einsöngvara kemur fram í verkinu: Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Alina Dubik, Bergþór Pálsson, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Kristinsson og Björn Ingiberg Jónsson. Ásamt þeim flytja verkið Kammerkór Suðurlands og 50 manna sinfóníuhljómsveit. Óperan „Ragnheiður“ er án efa eitt metnaðarfyllsta verk sem Gunnar Þórðarson hefur tekist á við á sínum ferli. Þeir Friðrik Erlingsson hafa unnið að óperunni í um fjögur ár. „Ragnheiður var uppi á sautjándu öld, á sama tíma og óperan var að verða til og mótast. Þetta er sígild saga sem inniheldur mikla dramatík, tilfinningar og átök. Verkið er samið með það í huga að koma þessari ástarsögu á framfæri í nýju formi,“ sagði Friðrik í samtali við Fréttablaðið í nóvember síðastliðnum og bætti við að vonir stæðu til að verkið yrði flutt í Hörpu, með öllu tilheyrandi, áður en yfir lyki. Petri Sakari er heimsþekktur hljómsveitarstjóri og Íslendingum vel kunnur fyrir störf sín með Sinfóníuhljómsveit Íslands árin 1988-1993 og aftur frá 1996-1998. Hann stjórnaði Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð í Reykjavík og stjórnar Sinfóníunni í Wagner-veislu í Hörpu nú í júní. Miðasala á Ragnheiði hefst innan tíðar.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið