Fótbolti

Barcelona á enn möguleika á 100 stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty

Alexis Sánchez og Pedro Rodríguez skoruðu mörk Barcelona í 2-0 útisigri á nágrönnunum í Espanyol í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Barcelona er þar með komið með 97 stig og getur náð hundrað stigunum með sigri í lokaleiknum.

Alexis Sánchez skoraði markið sitt á 14. mínútu leiksins eftir undirbúning frá David Villa og Pedro Rodríguez innsiglaði síðan sigurinn á 86. mínútu eftir sendingu frá Xavi.

Pedro Rodríguez og Xavi komu báðir inn á sem varamenn í þessum leik en liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur.

Barcelona er fyrir löngu búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn en leggur ofurkapp á að jafna stigamet Real Madrid frá því á síðasta tímabil en þá fengu erkifjendurnir frá Madrid 100 stig fyrstir liða á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×