Fótbolti

Neymar fær að velja á milli Barcelona og Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty

Það vildu örugglega margir knattspyrnumenn vera í sporum Brasilíumannsins Neymar sem fær nú tækifæri til að velja hvort hann spili með tveimur af stærstu knattspyrnufélögum heima, Barcelona eða Real Madrid.

Forráðamenn Santos tilkynntu í gær að félagið ætlaði að leyfa þessum 21 árs gamla framherja að fara í sumar en brasilíska félagið hefur þurft að verjast ásókn í þetta undrabarn undanfarin þrjú ár.

„Í ljósi þess hvernig samningur leikmannsins er uppbyggður og þeirri staðreynd að félagið hefur fengið tilboð í leikmanninn þá höfum við ákveðið að selja hann í sumar," stóð í tilkynningu frá Santos.

Neymar var líka kátur þegar hann snéri heim eftir fund um framtíð sína.

„Ég er ánægður með áhuga beggja félaganna og ég er stoltur af því að þau vilji bæði fá mig. Nú er ég samt á leiðinni heim því mamma er að bíða eftir mér," sagði Neymar við brasilíska blaðið Gazeta Esportiva og vildi ekkert segja um hvort hann ætli að velja Barcelona eða Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×