Fótbolti

Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund: Stærsti leikur lífs míns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er kominn með lið í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lærisveinar hans mæta Bayern München í úrslitaleik á Wembley í kvöld. Klopp kallaði fram hlátur á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands.

Bayern München er talið mun sigurstranglegra í leiknum og Jürgen Klopp hefur gert sitt í því að létta af pressunni af sínum mönnum með léttum tilsvörum í viðtölum sínum við blaðamenn.

Gott dæmi um það er frá blaðamannafundi Jürgen Klopp í gær en undir hans stjórn hefur Borussia Dortmund unnið þrjá stóra titla, þýska meistaratitilinn 2011 og 2012 og svo þýska bikarinn í fyrra. Klopp tók við liðinu 2008.

„Þetta verður sögulegur leikur á Wembley í kvöld'' segir Jürgen Klopp þjálfari Dortmund.

„Þetta verður líka sérstakur leikur, því þótt við höfum spilað fjórum sinnum við Bayern Munchen í vetur, þá er þetta stærsti leikur fótboltans á hverju ári. Í mínum huga er þetta líka stærsti leikur lífs míns sem þjálfari. Ég vil vinna þennan bikar og deyja svo glaður á morgun, eða eftir 60 ár. Þessi bikar skiptir okkur hjá Borussia Dortmund öllu máli," segir Jurgen Klopp en það má sjá hann á blaðamannafundinum með því að smella hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund

Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands.

Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn

Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi.

Á Dortmund einhverja möguleika?

Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×