Fótbolti

Gera mynd um Lionel Messi

Messi fagnar í Meistaradeildinni.
Messi fagnar í Meistaradeildinni.
Líf Lionel Messi kemur brátt á hvíta tjaldið því kvikmyndaframleiðandi í Hollywood  hefur keypt réttinn á því að gera mynd um besta knattspyrnumann heims.

Myndin mun einblína talsvert á æsku Messi sem var alla tíð dvergvaxinn og þurfti að nota vaxtarhormón til þess að stækka. Hann er samt aðeins 169 sentimetrar að hæð.

Barcelona var til í að greiða fyrir þessa meðferð á sínum tíma og það var ein ástæðan fyrir því að Messi fór til félagsins.

Messi hefur verið valinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin fjögur ár. Stefnt er að því að frumsýna myndina fyrir HM 2014.

"Takmarkið er að gera kraftmikla og jákvæða mynd sem á að hvetja áhorfendur til dáða og að þeir labbi út og elti drauma sína," sagði Patrick Ewald hjá Epic-kvikmyndafyrirtækinu.

Myndin verður byggð á bókinni "Messi" eftir Luca Caioli en í henni voru tekin við fyrrverandi þjálfara, fjölskyldumeðlimi, liðsfélaga og Messi sjálfan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×