Fótbolti

Messi kom Barcelona til bjargar

Messi í þann mund að skora fjórða mark leiksins.
Messi í þann mund að skora fjórða mark leiksins. Mynd/NordicPhotos/Getty
Barcelona náði í kvöld 11 stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarnnar í fótbolta með því að leggja Real Betis 4-2 á heimvelli sínum. Lionel Messi skoraði tvö mörk þrátt fyrir að leika í aðeins 34 mínútur.

Real Betis fékk sannkallað óskabyrjun þegar Dorlan Pabon skoraði strax á 2. mínútu en Adam var ekki lengi í Paradís og jafnaði Alexis Sánchez metin sjö mínútum síðar eftir sendingu Andres Iniesta.

Rubén Pérez kom Betis aftur yfir tveimur mínútum fyrir hálfleik og Barcelona því undir í hálfleik á heimavelli 2-1.

David villa jafnaði metin á 56. mínútu eftir sendingu Dani Alves og í kjölfarið kom Lionel Messi inn á.

Messi var ekki búinn að vera inni á vellinum í fjórar mínútur þegar hann kom Barcelona yfir. Messi var aftur á ferðinni 19 mínútum fyrir leikslok og gerði út um leikinn.

Þegar fjórar umferðir eru eftir þarf Barcelona aðeins tvö stig til að tryggja sér titilin en Real Mardrid er ellefu stigum á eftir erkifjendum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×