Gagnrýnir Ögmund fyrir flugvallarsamning Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2013 12:30 Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira