Innlent

Kosningavökur víða - sendið okkur myndir

Þessi kom frá Þorsteini Finnbogasyni, en hann er ásamt félögum sínum í því sem hann kallar prófakosningavöku.
Þessi kom frá Þorsteini Finnbogasyni, en hann er ásamt félögum sínum í því sem hann kallar prófakosningavöku.
Það verða kosningavökur haldnar víða í kvöld. Í Reykjavík verða flestir flokkanna með kosningavökur og má búast við misgóðri stemmningu eftir fyrstu tölur, en það er ljóst að það verður mikil spenna á öllum vígstöðvum.

Sjálfstæðisflokkurinn verður meðal annars með vöku á Hótel Nordica, Píratarnir verða á Kaffi Reykjavík og Hægri grænir verða á Sólon. Þá verða Framsóknarmennirnir á Hótel Borg og Björt Framtíð fagnar í Víkinni, sjóminjasafninu. Þá verður Dögun á skemmtistaðnum Boston.

Auðvitað eru kosningavökur víðar, og lesendur eru hvattir til þess að senda Vísi skilaboð um stemmningu á sínum kosningavökum og myndir með. Vísir mun svo greina frá andrúmslofti kosningavaka kvöldsins eftir föngum.

Til þess að senda myndir og skilaboð er hægt að senda okkur póst á ritstjorn@visir.is.

Það er líf og fjör í þessu kosningapartýi á Fáskrúðsfirði.Mynd/Vigfús Þór Rafnsson
Ása Katrín Bjarnadóttir sendi mynd af háskólanemendum að fylgjast með kosningavöku.
Björt framtíð fagnar í Víkinni, sjóminjasafninu.
Tveir goðsagnakenndir á kosningavöku Bjartrar framtíðar: Helgi P úr Ríó tríó og Jón Gnarr borgarstjóri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×