Innlent

Eldræða Árna Páls: Gáfum ekki vildarvinum bankana

Árni Páll
Árni Páll
„Við töpuðum ekki fylgi vegna þess að við gáfum vildarvinum okkar banka," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í kvöld í eldræðu sinni á kosningavöku Samfylkingarinnar.

Þá þegar var ljóst að Samfylkingin væri búin að tapa um helmingi fylgis flokksins frá síðustu kosningum.

Árni Páll sagði þá að stærsti sigur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni væri sú að flokkurinn hefði ávallt staðið vörð um almannahagsmuni í baráttunni.

Hann sagði að fylgið hefði tapast vegna verka sem hefði orðið að ráðast í. Hann sagði að Samfylkingin væri stór flokkur þar sem væri vítt til veggja en yrði líka að þola það að verða lítil í þessum kosningum. Árni Páll sagði að sú tíð kæmi aftur að þjóðin þyrfti sterkan jafnaðarmannaflokk.

Hægt er að horfa á ræðu Árna Páls hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×