Innlent

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur jafnstórir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson bíða eftir því að komast að í leiðtogaumræðum á RÚV. .
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson bíða eftir því að komast að í leiðtogaumræðum á RÚV. .
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru jafnstórir þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. Samfylkingin fær níu þingmenn, VG sjö og Björt Framtíð sex þingmenn. Pírataflokkurinn er svo með þrjá menn á þingi. Tuttugu og sjö nýir þingmenn koma inn, eða rétt tæplega þriðjungur allra þingmanna.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis mældu Pírataflokkinn inni með þrjá þingmenn lungann úr nóttunni á meðan aðrir miðlar, svo sem RÚV og mbl.is, veigruðu sér við því. Ástæðan eru ólíkar forsendur við útreikning á jöfnunarsætum. Þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum mæla allir miðlar Pírataflokkinn inni með þrjá menn.

Þingmönnum Framsóknarflokksins fjölgar um 10, þeir fara úr 9 í 19. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fjölgar um þrjá, þeir fara úr sextán í nítján. Þingmönnum Samfylkingarinnar fækkar hins vegar um helming, þeir fara úr 20 í 10. Þingmönnum VG fækkar líka um helming, þeir fara úr fjórtán í sjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×