Fótbolti

Robben vill sleppa við Dortmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robben, til hægri, í leiknum í kvöld.
Robben, til hægri, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Arjen Robben segir að það hafi verið mikið styrkleikamerki fyrir Bayern München að hafa unnið 2-0 útivallasigur á Juventus í kvöld.

„Ég veit ekki hvað það er langt síðan að þeir töpuðu hér. Þeir eru með frábæra varnarlínu,“ sagði Robben eftir leikinn. „Þetta var frábær frammistaða hjá okkur, ekki síst miðað við hvernig við stjórnuðum leiknum í seinni hálfleik.“

Tvö þýsk lið komst í undanúrslitin þar sem að Dortmund sló út Malaga í gærkvöldi. Þar að auki verða Real Madrid og Barcelona í hattinum þegar dregið verður á föstudaginn.

„Við myndum helst vilja sleppa við Dortmund í undanúrslitunum en við stjórnum því ekki. Það skiptir engu hvaða lið við fáum, þetta verða rosalegir leikir. Ég held að þetta séu fjögur bestu liðin í dag,“ sagði Robben.

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, sagði að Bayern væri með mun reyndara lið. „Ég held að það sé stærsti munurinn á liðunum. Mér fannst eiginlega meira til þessa koma í kvöld en í fyrri leiknum.“

„Við gáfum allt okkar í leikinn í kvöld en það skipti engu máli. Ég held að Bayern geti unnið Meistaradeildina í ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×